Færsluflokkur: Íþróttir

Allt Búið! :O

Sæl..:)

Mér var falið það verk að blogga í gær en já, ég steeiingleymdi því :S þannig að ég geri það bara núna fyrir gærdaginn og daginn í dag..:)

Í gær kláruðum við verkefnið og það var ekkert auðvelt skal ég segja ykkur Pouty Við Anna Katrín höfðum tekið upp spurningarnar fyrir viðtalið við Guðna og nokkur hljóð inní myndbandið og það voru mikil örðugleikar að koma því inn í iMovie forritið..en eftir MIKLA hjálp frá Guðný Halo þá tókst það loksins og við náðum að klára. Það eina sem við gerðum í gær var semsagt að setja þessi hljóð inn Smile nei ég gleymdi að við settum líka credits í endann og við bættum við tónlist á línuskautabrotið. En undur og stórmerki, við erum LOKSINS búnar!!W00tSmileGrinLoLHappyJoyful

Í dag áttum við að mæta upp í skóla klukkan hálf 1 og prufukeyra verkefnið. Okkar var fyrst og ég kynnti verkefnið í dag Grin Síðan kynnir María fyrir 8 bekk og Ragnheiður fyrir 9 bekk á morgun og Anna Katrín fyrir foreldrunum á mánudaginn!

Þá er held ég ekkert meira að segja fyrst að þetta er allt búið nema bara takk fyrir samveruna stelpur síðustu 2 vikurnar..Þetta er búið að vera æðislega gaman og ég á eftir að sakna þess að vera allar saman í skóla Undecided Þá er bara spurning, ég og María saman í skóla, eða ég og AnnaK..Woundering Við skulum núna njóta þessa 2-3 daga sem við eigum eftir í grunnskóla og fagna menntaskólaárunum sem eru í uppsiglingu Grin

Hasta la vista, beibís Cool

Anna María


Þriðjudagurinn 29. maí ;)

hæhæ, María hérna... ætlaði bara aðeins að segja ykkur frá deginum í dag ;)

í dag hittumst við kl. 8:10, eða svona rúmlega það :S  sumar mættu aðeins of seint (ekki ég, hehe) :S  við byrjuðum á því að setja tónlistina inní tölvuna, sem bæði Anna María og Ragnheiður höfðu komið með...  þá kláruðum ég og Ragnheiður að klippa allt á meðan Anna María og Anna Katrín fóru að taka upp hljóð fyrir viðtalið fyrir Guðna Bergs... það gekk samt eitthvað erfiðlega að koma þeim inná tölvuna :S  í dag náðum við að klára allt myndbandið fyrir utan að við eigum eftir að bæta spurningunum inná og svo bara credits í endan á videoinu ;)

stefnum svo að því að klára þetta á morgun svo að það verði ekkert stress á fimmtudaginn :D 

kv. María


Föstudagur 25. maí 2010


Jæja, loksins kemur bloggið frá föstudeginum...Wink Tounge
 

Við ætluðum að hittast kl. 8:10 en svo breyttum við tímanum til kl. 9 vegna ofþreytu liðsmanna Sleeping Kvöldið áður höfðu liðsmenn nefnilega slett ærlega úr klaufunum við mikil fagnaðarlæti við semí frumsýningu sjóræningja Karabíahafsins Bandit W00t Myndin stóð framundir morgun og þá þótti of snemmt fyrir liðsmenn að mæta á fyrrnefndum tíma. Þegar við mættum héldum við áfram að klippa og náðum að klára að klippa allt myndbandið saman. Þá bættum við myndunum inní myndbandið líka og settum einhverja effecta líka.
Svo hittumst við bara næst á þriðjudaginn (planið að hittast kl.8.10!!! GetLost ) Þá klárum við myndbandið og sýnum Ingvari flotta myndbandið okkar Grin og já Ingvar, ef þú ert að lesa þetta kommentaðu! Bara að tjékka hvort þú lest þetta.... LoL Tounge Wink 

* Ragnheiður *


Fimmtudagurinn 24. maí

hæ.....Wink

Ætla að skella einu stuttu bloggi um daginn í dag.  Ákváðum að hittast kl. 8:10 uppi í Réttó til að getað talað inn á myndbandið okkar í friði.  En raunin varð önnur, það mættu einhverjir líka á sama tíma og við, svo að það varð ekkert hljóð fyrir okkurAngry Eftir nokkrar misheppnaðar hlóðupptökur ákváðum við bara að fara klippa myndbandið okkar til og bæta inn í þaðTounge Það gekk bara vel og verkefnið okkar fer svona hvað úr hverju að verða tilbúiðLoL  Planið er síðan að hittast á morgun klukkan 10 og halda áfram.

       KV.   ANNA KATRÍN  Whistling Heart


Miðvikudagurinn 23.maí


bLeSsUð og sæl !!! Grin 

 Loksins blogga ég hérna...GetLost  Blush það það lítur út eins ég sé barasta ekkert með í þessu verkefni...hehe Happy

Allavega, í dag hittumst við kl. hálf 10 uppí Réttó fyrir utan SUMA sem sváfu yfir sig *AnnaK*! Angry Sideways Á meðan við biðum eftir henni þá settum við myndir úr sumarbústaðaferðinni inná tölvuna. Ætluðum líka að reyna að koma myndunum sem Önnurnar tóku í annarri tölvu yfir á hina en þær tóku svo mikið pláss að við þurfum að redda því einhvernvegin öðruvísi (AnnaK og María, muna eftir minnislyklum á morgunWink) Svo kom AnnaK og við byrjuðum að skipuleggja myndbandið okkar. Hvað hver hluti á að vera langur, byrjuðum að pæla í effectum(sló motion, endurtekningar...) og þannig. 
Skemmtum okkur konunglega við að horfa á OF fyndnar upptökur af Önnunum á trampólíninu!!! HAHA LoL 
Klipptum heilan helling og erum bara komnar nokkuð langt með það. Þurfum svo að taka upp hljóð inná myndbandið okkar en það er var ekki hægt í dag því það eru svo mikil læti í kring. Ákváðum því að mæta snemma á morgun (ekki ég samt...heheTounge stigspróf...) svo enginn sé kominn í skólann og taka upp þá.

En stelpur, ætlum við aftur í Sporthúsið og taka upp eða hvað? Við höfum náttla örugglega tíma í það...Smile Hvað finnst ykkur?! Kommenta...

Jæja, læt þetta bara gott heita Smile Wink Sideways 

Ragnheiður kveður með bros á vör...Shocking InLove Tounge Grin 


Þriðjudagurinn 22. maí

Hæhæ :)

Mér var falið það verk að blogga svo að hér kemur það en þið skuluð ekki búast við neinu ofurbloggi eins og Anna Katrín gerði í gær! BlushSmile

Í dag mættum við í skólann klukkan 10. Ég, María og Anna Katrín vorum fyrst bara þrjár og við ætluðum að byrja á því að hlaða inn á tölvuna af videocamerunni en við þurftum aðeins að bíða eftir tölvunni meðan annar hópur var að brenna disk í tölvunni okkar. Þegar tölvan losnaði hófumst við handa við að hlaða inn á tölvuna. Meðan á því stóð kom Ragnheiður :) Hún var í samræmdu prófi í náttúrufræði í morgun og kom um leið og hún var búin. Við skemmtum okkur konunglega við að horfa á það sem við höfðum tekið upp Grin nema bátaferðina okkar Önnu!! Hún var frekar langdregin.Pouty Síðan fóru María og Ragnheiður að klippa viðtalið við Guðna og á meðan vorum við Anna að taka myndir af okkur og búa til svona myndir með spurningunum sem eiga að koma á milli svara hjá Guðna Tounge Áður en við vissum af var klukkan orðin rúmlega 1 og við ákváðum að slútta þessu í dag vegna svengdar og tímaskorts hjá ýmsum aðilum  og halda áfram þar sem frá var horfið á morgun.Joyful

Kv. AnnaMaría Halo

 


Mánudagurinn 21.Maí

Hæ,hæ...Smile

Jæja, held það sé kominn tími á eitt blogg frá mér.Wink 

Í dag var planið að byrja daginn á tennis  og að taka það upp.  Gátum ekki tekið upp síðast vegna veðurs! Um 10 leytið ,þegar hittingurinn átti að vera, var bara kominn hörku bylur og læti  SNJÓR Í MAÍ!!!!!pæliði í því Angry  Vegna snarlegra veðurbreytinga á ÍSlandi var snarlega hætt við tennisinn og förinni heitið á skautasvellið í Egilshöllinni.  Þegar þangað var komið um 11 leytið klæddum við Anna María okkur í listdans-skautana.  Loftið var spennuþrungið, glampinn frá nýslípuðu svellinu bókstaflega blindaði okkur, áhorfendur gjörsamlega iðuðu í sætum sínum, stemningin var rafmögnuð.  Ég tók af skarið og steig á svellið, Anna María fylgdi fast á hæla mína.  Við svifum létt sem tignarlegir flamingo fuglar um svellið.  Tilfinningin var svaðalegLoL María stóð við battann, þar sem hún hafði komið fyrir upptökubúnaði.  Fólk frá hvaðanæva flykktist við hlið Maríu til að vera reiðubúið að festa þennan merka skautadans á filmu. Wink  Við létum ekkert á okkur fá, enda vanar í bransanum, og héldum ótrauðar áfram með okkar tryllta dans.  Þegar við höfðum lokið atriði okkar fórum við og klæddum okkur úr skautunum og héldum af stað í strætóskýlið til þess að komast heim eftir skemmtilegar stundir sem við höfðum átt þarna saman í skautahöllinni í Egilshöll. Tounge  Tjjjaaaaa....Þetta var svona dagurinn okkar í grófum dráttum, að mig minnir  Woundering  Woundering

En nú held ég að það sé best að ég hætti þar sem ég finn að virkileg ritstífla er í vændum .....

Heil og sæl    -Anna KatrínHeart


Föstudagurinn 18. maí :D (og líka fimmtudagurinn 17.maí)

hæhæ, María hérna... aftur

Ég ætlaði nú ekki að blogga en fyrst að enginn annar gat það þá ákvað ég bara að skella mér í það. 

Núna eru Anna Katrín og Anna María uppí sumarbústað Smile  Upphaflega átti þessi helgi að vera frí frá verkefninu en svo þurftir Ragnheiður að læra fyrir samræmd sjúkrapróf, þannig að hún komst ekki, og ég gat ekki farið vegna þess að ég þarf að mæta á handboltaæfingar...  En vonandi skemmta AnnaK og AnnaM sér vel Smile

Allavega, á fimmtudaginn mættum við í ógeðslegu veðri á tennisvellina niðrí Vík og fórum í tennis...  Þó að það væri frídagur ákváðum við að gera eitthvað því að annars hefðum við ekki náð að taka upp nógu mikið, ekki það að við sáum með eitthvað lítið efni...  Eftir tennisinn, en við vorum ekkert lengi, fórum við til Ragnheiðar og fórum að baka.  Ég þurfti svo að fara, það var óvissuferð með unglingaflokknum, en Ragnheiður, AnnaK og AnnaM kláruðu að baka...

Á föstudaginn, í gær, hittumst við uppí strætóskýli og tókum strætó í Bása Smile  Þar fórum við í golf en það var ótrúlega gaman, sérstaklega eftir að við fórum á efstu hæðina því að það var svo gott veður Wink  Við tókum svo strætó aftur uppí skóla og þar var myndataka fyrir árbókina sem Sara, Dísa, Guðný og Birna eru að gera sem lokaverkefnið sitt Smile

Bloggum svo eitthvað meira í næstu viku, vonandi einhver annar en ég, hehehe... Wink

kv. María Smile


Miðvikudagurinn 16. maí ;)

hæhæ...

í rauninni átti Anna Katrín að blogga í dag en fyrst að ég hafði ekkert að gera ákvað ég bara að blogga fyrir hana... 

í dag var mjög fínn dagur.  Ragnheiður var ekki með í byrjun dags því að hún var að taka samræmda prófið í dönsku um morguninn.  Hún kom samt með okkur í skvassið því að þá var hún búin í prófinu...  Við byrjuðum á því að taka strætó kl. rúmlega 8 og vorum að fara í skvass í Sporthúsinu.  Þegar við vorum komnar hjá Smáralindinni var hringt í okkur og sagt að það væru einhver veikindi í Sporthúsinu þannig að tíminn okkar myndi færast til 12 Shocking  Við vorum ekkert allt of ánægðar með það en okkur var samt alveg sama, við ætluðum hvort eð er ekki að gera neitt annað í dag því að við hættum við að fara á skauta vegna þess að við höfðum bara ekki nægan tíma...  Pabbi hennar Önnu Maríu kom og sótti okkur og skutlaði okkur uppí skóla.  Þar fórum við í tölvuna og byrjuðum að klippa viðtalið við Guðna Bergs Smile  Það gekk mjög vel eftir að Guðný var búin að kenna okkur á þetta, nema hvað Anna Katrín og Anna María voru ekki að nenna þessu...  Þá skelltum við okkur í Grímsbæ og keyptum okkur eitthvað að borða...  Við tókum svo strætó í Sporthúsið, aftur, og fórum í skvass...  Það var ótrúlega gaman í skvassinu, mig hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona gaman Grin  Eftir skvassið fórum við heim og reyndum að ákveða hvað við ætlum að gera á morgun.  Þó að það sé frídagur á morgun ákváðum við að gera eitthvað, við ætlum að skella okkur í tennis og svo fara heim og baka eitthvað... Smile

kv. María Wink


Þriðjudagurinn 15. maí

Hæhæ..

Dagurinn í dag byrjaði á því að við AnnaM, AnnaK og María hittumst uppí skóla klukkan hálf 9. Ragnheiður var ekki með því hún var að læra fyrir samræmt próf í dönsku sem er á morgun. Við byrjuðum á því að fara í badminton og tókum svo viðtal við Jón Pétur Zimsen um badminton reynslu hans. Eftir það fórum við á línuskautum og hjóli niður í Nauthólsvík og borðuðum nesti þar. Síðan um tólf leytið fórum við til baka og klukkan 1 tókum við viðtal við Guðna Bergs heima hjá honum. Núna ætlum við María að fara uppí skóla og færa myndskeiðin af videocamerunni yfir á tölvuna. Þessi dagur gekk bara mjög vel og hlakkar okkur til að hefja morgundaginn á skvassi. :)

Kveðja, Anna María


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband