Miðvikudagurinn 16. maí ;)

hæhæ...

í rauninni átti Anna Katrín að blogga í dag en fyrst að ég hafði ekkert að gera ákvað ég bara að blogga fyrir hana... 

í dag var mjög fínn dagur.  Ragnheiður var ekki með í byrjun dags því að hún var að taka samræmda prófið í dönsku um morguninn.  Hún kom samt með okkur í skvassið því að þá var hún búin í prófinu...  Við byrjuðum á því að taka strætó kl. rúmlega 8 og vorum að fara í skvass í Sporthúsinu.  Þegar við vorum komnar hjá Smáralindinni var hringt í okkur og sagt að það væru einhver veikindi í Sporthúsinu þannig að tíminn okkar myndi færast til 12 Shocking  Við vorum ekkert allt of ánægðar með það en okkur var samt alveg sama, við ætluðum hvort eð er ekki að gera neitt annað í dag því að við hættum við að fara á skauta vegna þess að við höfðum bara ekki nægan tíma...  Pabbi hennar Önnu Maríu kom og sótti okkur og skutlaði okkur uppí skóla.  Þar fórum við í tölvuna og byrjuðum að klippa viðtalið við Guðna Bergs Smile  Það gekk mjög vel eftir að Guðný var búin að kenna okkur á þetta, nema hvað Anna Katrín og Anna María voru ekki að nenna þessu...  Þá skelltum við okkur í Grímsbæ og keyptum okkur eitthvað að borða...  Við tókum svo strætó í Sporthúsið, aftur, og fórum í skvass...  Það var ótrúlega gaman í skvassinu, mig hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona gaman Grin  Eftir skvassið fórum við heim og reyndum að ákveða hvað við ætlum að gera á morgun.  Þó að það sé frídagur á morgun ákváðum við að gera eitthvað, við ætlum að skella okkur í tennis og svo fara heim og baka eitthvað... Smile

kv. María Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband